Minnkandi eftirspurn? Eða vondar lóðir?

Hér bendir allt til þess að eftirspurn eftir lóðum sé að minnka. Fólk lætur heldur ekki bjóða sér hvað sem er í dag. Ljóst er að mikið af þessum lóðum eru litlar og í raun aðeins um lóðir undir 2ja hæða hús að ræða. Hér hefur borgin gert sömu mistök og í Grafarholti, mistök sem felast í því að bjóða uppá einbýlishúsalóðir sem eiga lítið skilt við "Alvöru sérbýli". ´Lóðir eru litlar og eins og algengt er í Grafarholti þá eru aðeins þrír metrar frá húsi að lóðarmörkum svo þegar hús eru hlið við hlið eru bara 6 metrar á milli húsana. Þetta held ég að sé meginskýringin á dræmri ásókn í þessar lóðir auk þeirrar staðreyndar að þarna er oft vindasamt.

 


mbl.is 374 vilja lóðir í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband