Kvótaleiga gæti greitt af láninu frá IMF og vegna Icesave skuldana

Ég hef verið að hugsa málið og finnst frekar skrýtið að að enginn stjórnmálamaður hafi minnst á það í stöðunni að kvótinn gæti verið leigður út til útgerðana.

Stærstur hluti kvótans var veðsettur að fullu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Þeir eiga því óbeinan eignarrétt á kvótanum og geta auðveldlega leyst hann til sín við greiðslufall útgerða sem blasir við.

Sú staðreynd að kvótinn sé nú í óbeinni eigu gömlu viðskiptabankana ætti að gera okkur mögulegt að lágmarka skaða íslensku þjóðarinnar og fyrrum viðskiptavina íslensku bankana erlendis með því að leysa þessi eignarréttinni yfir auðlindinni til þjóðarinnar og leigja hana svo út. 

Þannig kæmum við í veg fyrir þjóðargjaldþrot og leystum um leið það vandamál sem hefur íþyngt þjóðinni lengi að auðlindir hennar væru í höndum fárra útvaldra. Þessir fáu útvöldu hafa þegar fengið greitt og geta haldið áfram útgerð á eðlilegum forsendum. Þ.e.a.s. greitt fyrir hráefnið eins og aðrir atvinnuvegir.


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband