Færsluflokkur: Bloggar

Líkkistunagli eða óþreyttur klár?

Nú er spurning hvort Guðni Ágústsson verði sem formaður enn einn naglinn í líkkistu núverandi framsóknarflokks eða hvort hann muni spretta úr spori sem óþreyttur klár. Nú er bæði tækifæri fyrir framsóknarflokkinn til að styrkjast en einnig hætta á því að verða óáberandi stjórnarandstöðuflokkur sem fellur í skugga háværra öskurapa vinstri grænna. Nú verður spennandi að sjá hvernig framsókn ætlar að tækla þetta. Hefði persónulega viljað sjá Björn Inga sem nýjan formann strax. Veit ekki afhverju þeir eru að hvíla hann. Seta hans í Borgarstjórn er ekkert minna en þingsæti svo formaðurinn væri þá nógu áberandi.
mbl.is Miðstjórnarfundur Framsóknarflokks á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í mótlætinu felast tækifærin

Mér finnst að nú eigi íslendingar að herða róðurinn í því að gera fiskveiðar að aukabúgrein í stað undirstöðuatvinnugreinar. Mér líst t.a.m. mjög vel á hugmyndir um olíuvinnslustöð á vestfjörðum. Einnig mætti hraða uppbyggingu eins og tveggja álvera til viðbótar. Hugmyndir um alþjóðlega gagnageymslu eru líka mjög áhugaverðar. Nú er bara að spíta í lófana. Keyra áfram í útrás banka og íslenskra athafnamanna og gera landið að blöndu af umhverfisvænum orkuiðnaði, hátækni- og -fjármálamiðstöð framtíðarinnar.
mbl.is Spá því að þorskkvótinn verði ákveðinn 155 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er heldur betur jákvætt - áfram íslenskt viðskiptalíf!

Það væri nú meira að segja hægt að reikna þetta enn hagstæðar út held ég. Þ.e.a.s erl. skuldir vs. erl. eignir. Hér vantar áreiðanlega eitthvað inní myndina.
mbl.is Viðskiptahallinn helmingi minni en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær stjórnmálamaður

Mér finnst Björn Bjarnason frábær stjórnmálamaður. Hann kemur mér fyrir sjónir sem vinnusamur, talar skýrt til kjósenda, heldur úti vel lesinni bloggsíðu og er alþýðlegur maður. Manni kæmi á óvart ef hann heldur ekki sínu ráðuneyti áfram.

Mér finnst hinsvegar aðför Jóhannesar í bónus (baugsmanna) að Birni frekar aumleg. Finnst yfirlýsing Björns segja margt um mál sem  þarf að taka til nánari athugunnar. Ljóst er að sömu reglur og lög þurfa að ná yfir auðmenn og aðra landsmenn. Jóhannes er ekki lengur maður fólksins eins og á fyrstu árum Bónusbúðanna. Undanfarin ár hefur hann hagað sér eins og nýríkur hrokagikkur.

Vona allavega að áhrifamenn innan sjálfsstæðisflokksins láti þessa aðför auðmannsins að stjórnmálamanninum ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar þegar verkefnum verður útdeilt til þingmanna flokksins.


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn - tillaga sjálfsstæðisflokksins

Minnisblað innvígðs og innmúraðs:

Geir H. Haarde – forsætisráðuneyti – HagstofaÞorgerður Katrín – UtanríkisráðuneytiBjörn Bjarnason – DómsmálaráðherraGuðlaugur Þór Þórðarson – Heilbrigðis- og tryggingarmálGuðfinna Bjarnadóttir – UmhverfismálaráðherraEinar K. Guðfinnsson – SjávarútvegsráðherraKristján Þór Júlíusson – MenntamálaráðherraÁrni Matthísen – Viðskipta- og iðnaðarráðherra
Jón Sigurðsson – FjármálaráðherraGuðni Ágústsson – LandbúnaðarráðherraMagnús Stefánsson – Samgögnuráðherra Siv Friðleifsdóttir – Félagsmálaráðherra

Valgerður Sverrisdóttir – Forseti sameinaðs þings Bjarni Benediktsson – Formaður þingsflokks

Svo er bara spurning hvað verður gert við Sturlu?

 


mbl.is Viðræður stjórnarflokka enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru frjálslyndir?

Væri ekki bara þjóðráð fyrst allt lítur út fyrir að framsókn og sjálfstæðisflokkur ætli að hokra saman áfram að þeir fái Guðjón Arnar og Grétar Mar með sér. Þeir væru sáttir og ánægðir með að fá eitt ráðuneyti td. samgöngumálin og þá væri vandi ríkisstjórnarinnar leystur hvað varðar tæpan meirihluta. Þessir menn eru traustir og enginn þyrfti þá að hafa áhyggjur af árna johnssen og Bjarna Harðarsyni. Kidda Sleggju og Jón Magnússon þyrfti heldur enginn að reiða sig á því hér væri mjög rúmur meirihluti 36 stk. 
mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina rétta væri D og S

Mér finnst að nú ætti Geir að sýna manndóm til þess að fara í samstarf með samfylkingunni. Það hlýtur að vera hægt að temja ISG. Það gæti orðið gæfurík stjórn og framkvæmdasöm. Framsókn hefði líka mjög gott af því að hvíla sig. Hver veit nema það væri það besta sem gerðist fyrir þennan aldna bændaflokk sem misst hefur sjónar á hugsjónum sínum vegna valdagræðgi forustunnar síðustu árin. Kannski við fengjum framsókn tvíeflda til baka með nýju blóði sem höfðaði meira til þjóðarinnar. Stundum þarf að sá til þess að uppskera.
mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru til alls vísir

þótt þetta væri náttúrulega bara skandall ef af yrði þá getur maður trúað öllu uppá þá framsóknarmenn sem nú fara með völd í framsóknarflokknum. Þeir eru nefnilega til alls vísir og þá kæmi mér heldur ekki á óvart þótt hér yrði R-lista módell við völd innan fárra daga. Þ.e.a.s. ef þeir geta boðið framsókn nógu vel. Allavega mun framsókn stökkva á það ef þeir hafa einhvern pata af því að sjálfsstæðismenn séu að biðla til samfylkingar eða vg.

 


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einhver skítalykt af málinu

Mér finnst einkennilegt hve yfirvegaðir stjórnarandstöðuflokkarnir eru yfir því að Geir taki sér nokkura daga til að fara yfir málin með framsókn. Hef lúmskan grun um það að nú sé verið að plotta um R-lista stjórnarsamstarf í bakherbergjum framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna. Það væri náttúrulega skandall ef þannig yrði niðurstaðan úr þessum kosningum að laskaður framsóknarflokkur og vinstri öflin sem fiskuðu ekki sem skildi í þessum kosningum mynduðu saman meirihluta. En þetta er möguleiki og þeim mun oftar sem ég heyri hann frá almennum flokksmönnum þá finnst mér þögn og yfirvegun VG og samfylkingar óþægilegri.

Besta í stöðunni fyrir framsóknarflokkinn, þá meina ég fyrir hann sem pólítískt afl væri að taka hlé frá stjórnarsetu. Framsóknarflokkurinn sem slíkur á mikið erindi við þjóðina sem sterkur miðjuflokkur en hann þarf að skipta út forustunni. Jón Sigurðsson er mjög heill og fínn karl en það vantar eitthvað uppá. Hann er ekki sjálfsprottinn stjórnmálamaður með útgeislun. Nú þurfa framsóknarmenn hlé og svo væri happasælast hjá þeim að fá einhverjum nýjum veldissprotann.

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastar steinum í glerhúsi

Mér finnst Steingrímur J ekki hafa efni á því að vera að setja út á menn fyrir að tala hreint út við kjósendur. Hann sjálfur hefur nú í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að vera bæði yfirlýsingaglaður og oft á tíðum óvarkár og særandi í ummælum og orðum um menn og málefni. Það mætti samt vera meiri hiti í þessari kosningabaráttu. Hvar er Davíð Oddsson? Smile
mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband