Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrsta bloggið

Hvað getur maður skrifað merkilegt til þess að það sé verðugt þess að tilheyra fyrsta blogginu? Kannski það sé bara nógu gott að vera þó byrjaður á þessu yfirleitt, pústa aðeins... 

Jæja hvorki hlutabréfin né krónan féllu í dag þrátt fyrir að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins.  Spennandi að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Ætli virkjunarsinnar slaki nokkuð á, kannski þeir tvíeflist bara við þetta enda Helguvík og Húsavík fljótlega á dagskrá og nú er víst álver í Þorlákshöfn á teikniborðinu.

Borðaði í hádeginu með konunni á Trocadero sem er pizzeria/hamborgarastaður með hlaðborði í hádeginu. Hlaðborðið var fjölbreytt, hakkabollur, kjöt í karrý, reykt svínakjöt, salöt og pizzur. Borguðum 1030 kr á manninn. Þarna var kannski ekki um að ræða merkilega matreiðslu en samt var þetta virkilega sanngjarnt verð fyrir vel ásættanlegan mat í þeirri flóru sem er í boði fyrir fljótlegan hádegismat.

Svo nálgast páskafríið...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband