4.4.2007 | 10:28
Blús og innflytjendamál
Sá í blaðinu í gær að Frjálslyndir auglýstu fund með Jóni Magnússyni og varaformanninum. Fundarefni var "Innflytjendamál" og svo var auglýst með því einhvert blúsband. Sé nú ekki alveg hvernig menn ætla með góðu móti að blanda saman tónleikahaldi og svona alvöruþrunginni umræðu. En þeim tekst eflaust allt hjá frjálslyndum.
Persónulega er ég mjög fylgjandi því að fólk ræði innflytjendamál og að stjórnmálaflokkar taki afstöðu í þeim málum með skýrum hætti. Það er s.s. margt til í málflutningi frjálslyndra en manni finnst þetta samt hljóma hjá þeim eins og lýskrum, þeir eru bara ekki trúverðugir. Sérstaklega finnst mér málaliðinn, Jón Magnússon óspennandi. Hann gæti hæglega þurkað út allt fylgi FF ef hann fær frjálsan tauminn þar innandyra fram að kosningum. Finnst eins og það hafi verið þannig undanfarið. Formaðurinn kannast ekkert við að hafa tekið þátt í nýjustu auglýsingunum bendir bara á Jón og varaformanninn.
En einhversstaðar verða "vondir" að vera. Íslandsflokkurinn fékk nú ekki síðri málaliða, Jakob Frímann Magnússon í sínar raðir. Held að þar hafi þetta nýja afl gengið kyrfilega frá því að fólk muni ekki kjósa það. JFM er einhvernveginn þannig að manni langar að kjósa flest annað en það sem hann kemur nálægt. Annars held ég að Íslandsflokkurinn sé ágætis félagsskapur, finnst samt minna varið í þennan félagsskap sem stjórnmálaflokk, það hefði verið hægt að gera svo margt annað til þess að koma umhverfisvernd á framfæri. Man samt ekki hvernig Margrét Sverrisdóttir og JFM tengjast mikið umhverfisvernd - jú JFM fékk einhverntíma ásamt græna hernum einhverjar milljónir í styrki til þess að keyra um landið á felulituðum toyotabílum.
Þetta verða allavega spennandi kostningar. Þarf að hringja í minn pólítíska uppfræðara og löggiltan Master, Val Frey Steinarsson og fá stöðuna krufna til mergjar.
...Og enn styttist í páska og langþráð páskafrí hefst í dag!
Athugasemdir
Athyglisverðar pælingar Maggi.
Ég hélt að það væri ljóst eftir ítrekaðar tilraunir að það er meira framboð en eftirspurn eftir JMF. Það segir ansi mikið um hversu lítið spennandi þykir að komast á þing að menn eins og hann, Magnús og rasista Jón eiga möguleika á að komast á þing.
Ég held að það sé miklu meira lag fyrir Master Val að drífa sig í framboð og möguleikar hans eru ívið betri áður.
Hvundagshetjan, 4.4.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.