Til hamingju Ísland! - stjórnin heldur velli, naumt en þó!

Mér sýnist á nýjustu könnun á fylgi flokkana frá því í dag að stjórnin ætti að halda velli. Það er nokkuð ljóst að Halldór Ásgrímsson mælti vel þegar hann sagði kannanafylgi VG vera loftbólu. Fylgið fellur af í könnunum þegar nær dregur kosningadegi og uppúr kjörkössunum kemur alltaf miklu meira af x-bé en kannanir gefa til kynna. Þegar sami tími var til kosninga síðast voru framsóknarmenn með svipað kannanafylgi og nú en þegar dómur kjósenda var upp kveðin var fylgið tvöfalt meira og 12 þingmenn staðreynd. Held að sama verði uppá teningnum núna.

Það væri líka meirháttar glapræði ef íslendingar ætla að hætta öllu því sem hefur verið byggt upp með því að hleypa afturhaldsöflum að völdum. Kæmist td. kaffibandalagið í stjórnarmeirihluta, sem er að vísu mjög langsótt að mínu mati, en nota bene allt getur gerst, þá myndum við sjá fram á tíma "stjórnleysis" þar sem hver höndin væri uppá móti annarri. Enga stefnufestu í efnahagsmálum og fyrirtæki myndu í stórum stíl flýja landið vegna yfirlýsinga VG um verulegar skattpíningar á fyrirtæki og efnameira fólk. Ef skattar á fjármagn og fyrirtæki færu td. uppí 30% myndu allir sem gætu hverfa burt. Skiljanlega.

Vonandi gefa nýjustu tölur til kynna að við getum áfram lifað sæl við óbreytt ástand. Það er að mínu mati gott ástand. En að sjálfsögðu má alltaf gera gott betur og það hafa núverandi stjórnarflokkar viljan til að gera.

Ég er ekki ánægður með borgarstjórnarmeirihlutan í Reykjavík þótt hann sé svo sem ekki verri en sá sem var fyrir, en hvar eru stóru loforðin? Hvar eru lóðirnar sem átti að úthluta til einstaklinga í Úlfarsfelli - áfangi 2. Mér skildist í aðdraganda borgarstjórnarkosningana að bæði framsóknarmenn og sjálfsstæðisflokkur ætluðu að leggja áherslu á aukið lóðaframboð? Nú er komið ár og ekki bólar neitt á lóðunum, úthlutun hefur ekki einu sinni verið auglýst - mér finnst þetta mjög einkennilegt í ljósi þess að hér er hreint ekki neinn landskortur og áfangi 2 í Úlfarsfelli er fyrir löngu síðan kominn inná skipulag. Þótt það sé leiðinlegt að hugsa svona en þá finnst manni líklegast að hér spili inní hagsmunir stórra aðila, aðila sem myndu tapa stórt á því að lóðaframboð myndi aukast. Ætli þar sé ekki skýringin. Furðulegt að þetta sé dregið svona fram úr hófi. Veit sjálfur um fullt af fólki sem myndi vilja byggja en leggur ekki í það vegna þess hve lóðaverð er hátt.  Það átti að koma á móts við þetta fólk en mér sýnist borgin vera að koma til móts við lóðaeigendur og fjárfesta.

Skemmtilegir tímar framundan og nú verður legið í ofáti um páskana, bara gaman. Þarf svo að heyra hvað Vali Frey finnst um þetta. langt síðan ég hef hringt í hann. Bjalla á hann í fyrramálið þegar ég verð búinn að gæða mér á nýmöluðu kenýa kaffi og crossiant með tilheyrandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband