10.4.2007 | 18:22
Það er erfitt að finna alvöru fátækt á Íslandi
Mér finnst skrítið hvernig hægt er að gera það að einhverju stórmáli að útrýma fátækt á Íslandi þar sem fátækt hér er hvað minnst í heiminum. Meira að segja þeir sem hafa það hvað slakast hér hafa það miklu betra en í þeim löndum sem við miðum okkur við. Ef það á hinsvegar að jafna kjörin þá verður það aldrei hægt 100% í frjálsu samfélagi að gera alla jafna það hefur alltaf misheppnast. Hérlendis er mjög erfitt að finna alvöru fátækt. Það er hinsvegar alltaf hægt að hækka viðmiðunarmörkin - hver sé fátækur og hver ekki. Hvernig sem kjörin verða jöfnuð verður þá alltaf hægt að segja að það sé til fátækt. Það finnst mér eiginlega hræsni.
VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er alvöru - fátækt? Er þá til gervi-fátækt? Alvöruríkur? Bara spyr.
Ef aðeins til ,,alvöru fátækt" í ..þriðja heims löndum"?
Marvin Lee Dupree, 10.4.2007 kl. 19:23
Nei, það er ekki erfitt að finna "alvöru" fátækt á Íslandi, það er alls ekki erfitt.
Þó svo að fátækt hér á landi sé lítil í samanburði við önnur lönd þá þýðir það ekki að við eigum að láta hana framhjá okkur fara, hversu stór eða lítil hún er.
Hvers konar hræsni er það að horfa framhjá vandamálinu bara vegna þess að það er ennþá lítið að sumra mati, vandamálin vaxa bara ef ekkert er gert.
Og af hverju í ósköpunum er alltaf verið að miða við önnur lönd, það er gersamlega út í hött. Hér er til fátækt fólk og það er algerlega ólíðandi að láta það viðgangast.
Hér eigum við öll að geta lifað við góðar aðstæður og í heilbrigðu umhverfi en það er ekki raunin og á meðan málin standa þannig þá er ekkert sem afsakar aðgerðarleysi í málum þeirra sem minna mega sín.
Anna Lilja, 10.4.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.