Ekki einleikið

Það er ekki einleikið hvað birgjar og kaupmenn eru fljótir að hækka verð þegar krónan veikist en síðan bólar ekkert á verðlækkunum þegar krónan styrkist. Nú hækkuðu þeir matvöru og bensín allhressilega í lok árs 2006 vegna veikingar krónu en nú hefur hún haldist nokkuð há frá byrjun janúar og ekkert bólar á lækkunum þessvegna. Heimsmarkaðsverð á olíu er líka lægra ásamt því að krónan er sterk en ekki lækkar bensínið? Það er eins og það sé þegjandi samkomulag á milli þjóðarinnar og kaupamanna að það megi endalaust okra á neytendum. ,,Töfraorðið" er erlendar hækkanir og veiking krónu. Þurfum við ekki bara að taka upp evruna svo þessi töfraorð missi marks.
mbl.is Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband