Jákvæðar fréttir

Þetta eru jákvæðar fréttir svona í aðdraganda kosninga. Ætli við getum þá ekki búist við enn meira gengisfalli? Vonandi. Nú þarf framsóknarflokkurinn bara að setja í fluggírinn svo þessi ríkisstjórn geti haldið áfram. Heyri það á fólki að þegar kemur að því að taka ákvörðun þá horfir það til þess að lífskjör hafa aldrei verið jafn góð á íslandi. Þessu vill fólk ekki fórna þegar allt kemur til alls og því kemur núverandi stjórn til með að halda velli. Sjálfsstæðisflokkurinn er kominn með byr í seglin og framsóknarflokkurinn fer að hefja sig til flugs, kæmi mér ekki á óvart þótt hann fengi 15-18% í kosningunum. Annað eins hefur nú gerst.
mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonum það besta.  Framsókn á alltaf töluvert inni enda munu núna koma löng halarófa af kosningaloforðum frá þeim þegar styttist í kosningar.   Hækkun á lánveitingu íbúðalánasjóðs væri t.d. vel þegið og er að mínu mati mannréttindamál.  Ungt fólk á rétt á því að koma yfir sig þaki án þess að fara á hausinn vegna bankaviðskipta.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:48

2 Smámynd:  Hvundagshetjan

þetta er hárrétt mat hjá þér Magnús.  Kæmi mér ekki á óvart ef stjórnin heldur velli.  Fylgi VG í skoðannakönnunum heldur ekki því þegar allt kemur til alls kýs fólk með buddunni. 

Hvundagshetjan, 16.4.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband