Má ekki vera tabú

Það er eins og það eitt að ræða innflytjendamál sé eitthvað ljótt í augum margra íslendinga - svona tabú. En við megum ekki láta umburðarlyndið og alheimsborgarahyggjunna koma okkur í klípu. Það er ekki skrýtið þótt meirihluti þjóðarinnar sé á því að það þurfi að herða reglur um það hver kemur til landsins og afhverju. Það þarf að ræða mál sem gætu orðið að miklu vandamáli eins og dæmin sanna í mörgum löndum. Það er nefnilega aldrei of varlega farið. Persónulega er ég mjög ánægður með þann fjölda útlendinga sem hefur flutt til landsins til lengri eða skemmri tíma. Þetta setur fjölþjóðlegan og skemmtilegan svip á þjóðlífið en skemmtilegheitin geta breyst í andhverfu sína verði fjöldin of mikill eða þegar harðnar á dalnum í þjóarbúskapnum. Setjum frekar hertari reglur og takmörkun á fjölda svo ekki þurfi að koma til eftirsjár síðar.
mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu þú væntanlega upplýsir mig og aðra um þær frjálslyndu reglur sem nú eru við líði og þarf að þínu mati og annara Íslendinga (rúm 56%) að herða. Vildirðu vera svo vænn.

Mbk

Alheimsborgari

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband