16.4.2007 | 21:10
GRANT, Arnar GRANT...
...langflottastur!
Í fyrramálið á ég að mæta kl. 9 hjá mínum elskulega einkaþjálfara Arnari Grant. Mikið verður gaman að hnykla með honum vöðvana eða allavega reyna að finna vöðvana. Maður er nefnilega ekki búinn að mæta í ræktina í tæpt ár eða frá því ég var í átaki með Grantaranum í morgunsjónvarpinu. Þetta er náttúrulega ekki hægt.
Mér finnst mjög gaman að vera í átaki en mikið er ég svangur. Það er einmitt þegar ég er svangur sem ég á það til að falla í átökunum (hef nefnilega farið í þau mörg og hef í rauninni verið í megrun í mörg ár). En núna verður þetta öðruvísi er kominn með allskonar trix. Keypti þessar líka ágætu soyjabaunir sem bragðast næstum því eins og salthnetur. Svo er bara að dúndra í sig vatninu reglulega og einum og einum ávexti þá eru minni líkur á að maður falli.
Nú verður maður bara Grant á því næstu mánuði og tekur ræktina með trompi. Þarf nefnilega að passa í smókingin í Ágúst. Nú á nefnilega að fara að gifta sig eins og allir hinir.
Athugasemdir
Ánægður með þig. Grantarinn verður fljótur að gera þig kláran. Annars finnst mér að allir eigi að vera með smá spik þessa daganna til vitnis um góðærið.
Hvundagshetjan, 17.4.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.