Smá svindl

Hér hef ég ákveðið að létta á samviskunni. Ég hef tekið nammidaginn í dag fullalvarlega. Fór nefnilega í ræktina í morgun með mr. Grant og hann sagði að þótt það væri nammidagur þá væri ég svo nýbyrjaður í átakinu að hann gilti bara fyrir kvöldmat. Ég hef náttúrulega svindlað á þessu heldur betur og tekið blessaðan nammidaginn með algjöru trompi. Fékk mér konunglegt morgunkaffi, crossiant með skinku, salami og vel feitum osti og setti svo punktinn yfir i-ið með súkkulaðisnúð úr mosfellsbakarí.  Þetta átti að duga fram að kvöldmat en datt óvart inní kaffi til Siggu frænku og tók annan skammt af höfðinglegu kaffihlaðborði sem innihélt m.a. hættulega gómsætt mæjónessalat. Nú er ég að spá hvort það sé ekki í lagi að svindla smá og lengja nammidaginn framyfir kvöldmat, er nautakjöt með smá sósu ekki megrunarfæða? Blush

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Hvundagshetjan

Sælir

Þú átt nú alveg skilið að dekra aðeins við þig Maggi, það er ekki hægt að lifa á eintómum orkudrykkjum. 

Hvundagshetjan, 22.4.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband