23.4.2007 | 12:52
Er þetta ekki kallað að taka fólk í rassgatið?
Mér finnst hreint með ólíkindum hvernig ár eftir ár geti bensín, lyf og matvælainnflytjendur okrað svo á landanum að manni hreinlega ofbýður. Kunnum við ekki að segja stopp. Hér finnst mér vera komin tími til að þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti til sín taka. Það er nefnilega alveg ljóst að svona þarf ástandið ekki að vera. Einhverjir eru að taka alltof feitt í vasann á þessum viðskiptum. Við sjáum td. að verð á raftækjum er ekki mikið hærra á íslandi en gengur og gerist en samt eru raftæki flutt til landsins á sama hátt og fyrrnefndir vöruflokkar. Síðan skilst mér að lyf sem framleidd eru hérlendis séu jafnvel dýrari hér en í nágrannalöndunum. Hver ætli séu rökin fyrir því?
Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru menn ekki farnir að ganga of langt í að fá sem flestar heimsóknir með því að nota orð eins og að taka einhvern í rassgatið. Allir klámhundarnir kíkja á síðuna þína
Hvundagshetjan, 23.4.2007 kl. 13:22
Ekki gleyma Maggi minn bönkunum. Almennt lán með 20,4% vöxtum hjá Byr sem ég var að skoða fyrir kúnna minn plús það að viðkomandi þurfti að redda sér ábyrgðarmanni. Ofan á þetta allt þarf viðkomandi að greiða lántökukostnað sem er náttúrulega bara vextir og dragast af upphæðinni þannig að maður fær ekki einu sinni þá upphæð sem sótt var um!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.