11.5.2007 | 20:24
Látum skynsemina ráða
Ég vona svo sannarlega að við íslendingar látum skynsemina ráða á morgun. Við höfum upplifað mesta blómaskeið í sögu þjóðarinnar á síðustu 12 árum. Gleymum því ekki að það voru núverandi stjórnarflokkar sem hafa leitt okkur hingað. Í dag höfum við það virkilega gott, kannski meira segja of gott. Það er einmitt þá sem við getum látið augnabliks leiða yfir því að sumir hafi nú kannski setið of lengi við völd fara í taugarnar á okkur. Smáatriði verða þá oft að stórvandamálum. Það er ekki viturlegt að vilja breytingar breytingana vegna, vonandi köstum við ekki glæstum árangri í hundana. Eitt er víst að ef vinstri menn komast að kjötkötlunum þá getum við farið með bænirnar, þá verður ekkert mínus atvinnuleysi, þá verður hér ekki kaupmáttur sem aðrar þjóðir öfunda okkur af og þá verður ekki lengur til staðar sá blómlegi jarðvegur og kraftur sem hefur einkennt viðskiptalífið sem aðrar þjóðir kalla íslenska efnahagsundrið.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.