2.11.2008 | 20:07
Ef JÁJ á 1500 millur til að reiða fram kallar það á margar spurningar?
Tvær spurningar brenna á mér. Ef þetta er einföld hlutafjáraukning, afhverju er hlutaféð ekki lagt inní 365 hf? Ef JÁJ á 1500 milljónir lausar hvar fær hann þá peninga? Í silfrinu var hann aumur og með allt undir en núna á hann nóg af peningum? Það er mjög alvarlegt ef þessir menn JÁJ og félagar munu enn eiga tögl og haldir í fjölmiðlum á íslandi. Nú er nefnilega að koma tími þar sem fjölmiðlar þurfa að rannsaka þessa sömu aðila, hver var þeirra þáttur í þeim atburðum sem hafa leitt þjóðina á skuldaklafa með sjóði bankana(sem þeir stjórnuðu) tóma.
Löngu ákveðin hlutafjáraukning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Finnst þetta bæði vafasamt og dularfullt.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:56
Tekið af bloggi Egils Helgasonar (Silfri Egils:)
Jón Gerald Sullenberger
2. nóvember, 2008 kl. 23.42
Sæll Egill þegar menn eru með fyrirtæki eins og Bonus sem er að velta
3 milljörðum á mánuði og þá er Aðföng ekki inn í þessu en það má reikna með að það sé svipað og hjá Bonus.
Svo eru þeir með krít hjá byrgjum í 30 til 90 daga það er hægt að gera markt með þessa veltu og þessi 1.5 milljarður tekur bónus 14 daga að fá í kassann. Eina leiðin til að stoppa þetta er að hætta að VERSLA Í BONUS.
Engin banki er að lána honum fjármagn enda ekkert til í bankakerfinu en hann þarf ekkert á banka að halda þar sem hann er með frítt fé í Bónus. ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ STOPPA ÞETTA STRAX OG HÆTTA AÐ VERSLA Í BÓNUS.
Nánar hér.
Ef þetta er satt er ódýrara að versla í okurbúllunum en í Bónus. Þetta eru matarpeningarnir þínir (að öllum líkindum) sem maðurinn notar til að kaupa eignir landsins á brunaútsölu.
Theódór Norðkvist, 3.11.2008 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.