Færsluflokkur: Bloggar
4.4.2007 | 10:28
Blús og innflytjendamál
Sá í blaðinu í gær að Frjálslyndir auglýstu fund með Jóni Magnússyni og varaformanninum. Fundarefni var "Innflytjendamál" og svo var auglýst með því einhvert blúsband. Sé nú ekki alveg hvernig menn ætla með góðu móti að blanda saman tónleikahaldi og svona alvöruþrunginni umræðu. En þeim tekst eflaust allt hjá frjálslyndum.
Persónulega er ég mjög fylgjandi því að fólk ræði innflytjendamál og að stjórnmálaflokkar taki afstöðu í þeim málum með skýrum hætti. Það er s.s. margt til í málflutningi frjálslyndra en manni finnst þetta samt hljóma hjá þeim eins og lýskrum, þeir eru bara ekki trúverðugir. Sérstaklega finnst mér málaliðinn, Jón Magnússon óspennandi. Hann gæti hæglega þurkað út allt fylgi FF ef hann fær frjálsan tauminn þar innandyra fram að kosningum. Finnst eins og það hafi verið þannig undanfarið. Formaðurinn kannast ekkert við að hafa tekið þátt í nýjustu auglýsingunum bendir bara á Jón og varaformanninn.
En einhversstaðar verða "vondir" að vera. Íslandsflokkurinn fékk nú ekki síðri málaliða, Jakob Frímann Magnússon í sínar raðir. Held að þar hafi þetta nýja afl gengið kyrfilega frá því að fólk muni ekki kjósa það. JFM er einhvernveginn þannig að manni langar að kjósa flest annað en það sem hann kemur nálægt. Annars held ég að Íslandsflokkurinn sé ágætis félagsskapur, finnst samt minna varið í þennan félagsskap sem stjórnmálaflokk, það hefði verið hægt að gera svo margt annað til þess að koma umhverfisvernd á framfæri. Man samt ekki hvernig Margrét Sverrisdóttir og JFM tengjast mikið umhverfisvernd - jú JFM fékk einhverntíma ásamt græna hernum einhverjar milljónir í styrki til þess að keyra um landið á felulituðum toyotabílum.
Þetta verða allavega spennandi kostningar. Þarf að hringja í minn pólítíska uppfræðara og löggiltan Master, Val Frey Steinarsson og fá stöðuna krufna til mergjar.
...Og enn styttist í páska og langþráð páskafrí hefst í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 16:54
Mánuður 2 í 30% Herbalifekúr
Eins og síðustu 30 daga + fékk ég mér Herbalife drykk í morgunmat og gúffaði svo í mig vítamínum og brennslutöflum frá sama fyrirtæki.
Ég er nú ekki frá því að maður sé hressari þegar maður tekur svona mikið af vítamínum en mér hefur hinsvegar gengið mjög illa að borða herbalife oftar en einu sinni á dag. Finnst svona eins og matur eigi helst að vera eitthvað sem maður tyggur. Það er erfitt að vera sælkeri á Herbalife, en maður verður að þrauka áfram í svona "herbalife á morgnana" kannski maður kalli það bara 30% Herbalifekúrinn.
Nokkuð rólegur dagur í vinnunni ...er það eiginlega 90% ársins en náði samt að koma einhverjum leiðindamálum í farveg ...önnur föst í bili en þetta hefst allt á endanum.
...enn styttist í páska og ég get ekki beðið eftir að gera alls ekki neitt í 5 daga. Nú verður ekkert planað nema þá helst að maður ætli sér að elda einhvern lúxus handa Tryggva vini og svo verða langömmurnar í mat á páskadag. Var að átta mig á því að dóttir mín á alls 4 langömmur á lífi - það bendir nú heldur betur til langlífis þjóðarinnar.
Það er líka svo gott að búa á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 17:41
Fyrsta bloggið
Hvað getur maður skrifað merkilegt til þess að það sé verðugt þess að tilheyra fyrsta blogginu? Kannski það sé bara nógu gott að vera þó byrjaður á þessu yfirleitt, pústa aðeins...
Jæja hvorki hlutabréfin né krónan féllu í dag þrátt fyrir að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins. Spennandi að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Ætli virkjunarsinnar slaki nokkuð á, kannski þeir tvíeflist bara við þetta enda Helguvík og Húsavík fljótlega á dagskrá og nú er víst álver í Þorlákshöfn á teikniborðinu.
Borðaði í hádeginu með konunni á Trocadero sem er pizzeria/hamborgarastaður með hlaðborði í hádeginu. Hlaðborðið var fjölbreytt, hakkabollur, kjöt í karrý, reykt svínakjöt, salöt og pizzur. Borguðum 1030 kr á manninn. Þarna var kannski ekki um að ræða merkilega matreiðslu en samt var þetta virkilega sanngjarnt verð fyrir vel ásættanlegan mat í þeirri flóru sem er í boði fyrir fljótlegan hádegismat.
Svo nálgast páskafríið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 17:15
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)