Færsluflokkur: Bloggar

Blessuð krónan

Það er merkilegt hvað krónan kemur á óvart - allar greiningardeildirnar voru búnar að gengisvísitölunni í þetta 125-130 á árinu og enn hærri þegar liði á árið. En krónan stendur sig. Hún ætti svo að styrkjast meira ef menn tækju nú með í reikninginn allan gróðan af erlendum fjárfestingum. Skv. Vilhjálmi Egilssyni taka menn bara tillit til brots af þeim gróða þegar viðskiptahallinn er reiknaður út. Ég segði bara "áfram krónan", er á meðan er, annars finnst mér að það ætti að nota hér evru.
mbl.is Krónan styrktist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög fyrirsjáanlegt

Átti Árvakur ekki orðið 99% í þessu hvort sem er.


mbl.is Árvakur eignast allt hlutafé í Ári og degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir útreikningar

Ef það er rétt að það sé verið að reikna þetta allt vitlaust út og vanmeta stórlega í þjóðhagsspám og hjá opinberum aðilum sem reikna svo út viðskiptahalla og annað þessháttar með vitlausum tölum þá er það mjög alvarlegt.

Það er eins og með verðbólgu útreikninginn. Hérlendis er húsnæðisverð inní vísitölunni en ekki annarsstaðar. Verðbólga án húsnæðisþáttarins hefur ekki verið sérlega hærri á íslandi en í öðrum evrópulöndum. Hér er verið að reikna sig í einhvern ímyndaðan vanda að manni sýnist oft á tíðum.

Er ekki bara allt gott og blessað á íslandi, raunverulega minni verðbólga en seðlabankinn vill meina og miklu minni viðskiptahalli!


mbl.is Tekjur af eignum erlendis allt að 180 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona í ljósi erlendra glæpamanna

Það er til meira en fullt af íslenskum þjófum - ætli þeir fái núna minni sneið af kökunni? Wink
mbl.is Farbann tveggja Litháa staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einleikið

Það er ekki einleikið hvað birgjar og kaupmenn eru fljótir að hækka verð þegar krónan veikist en síðan bólar ekkert á verðlækkunum þegar krónan styrkist. Nú hækkuðu þeir matvöru og bensín allhressilega í lok árs 2006 vegna veikingar krónu en nú hefur hún haldist nokkuð há frá byrjun janúar og ekkert bólar á lækkunum þessvegna. Heimsmarkaðsverð á olíu er líka lægra ásamt því að krónan er sterk en ekki lækkar bensínið? Það er eins og það sé þegjandi samkomulag á milli þjóðarinnar og kaupamanna að það megi endalaust okra á neytendum. ,,Töfraorðið" er erlendar hækkanir og veiking krónu. Þurfum við ekki bara að taka upp evruna svo þessi töfraorð missi marks.
mbl.is Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar ófrumleg blokkarþyrping

Sá að íslandsbanki/glitnir hélt samkeppni um hugmynd að nýjum höfuðstöðvum og var að verðlauna einhverja sænska arkitekta fyrir bestu hugmyndina. Af myndinni sem vann fyrstu verðlaun og fylgir fréttinni að dæma þá lítur þetta nú bara út eins og frekar ófrumleg blokkarþyrping. Hvernig voru þá eiginlega tillögurnar sem lentu í neðri sætunum? En kannski einfaldleikinn sé alltaf bestur - sýnist þetta allavega vera ágætis nýtingarhlutfall og fermeterinn er ekki ókeypis í dag.
mbl.is Sænskir arkítektar unnu samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líst best á ekkert STOPP

Ég var mjög hrifin af ályktunum framsóknarflokksins. Hversvegna að vera að setja efnahagslífið í einhvern stoppgír, afhverju eru allir á móti þenslunni? Er ekki bara fínt að hafa þensluna. Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott og núna. Ekkert stopp er málið. Nú ætti þjóðin að setja í fluggírinn og ekki hugsa um einhvern hagstjórnarvanda því það má alltaf búa til svoleiðis vandamál hvort sem það gengur vel eða illa. Allir sem vilja sjá, sjá að það er góðæri á íslandi og það er ekkert alheimslögmál að því þurfi að ljúka.
mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er erfitt að finna alvöru fátækt á Íslandi

Mér finnst skrítið hvernig hægt er að gera það að einhverju stórmáli að útrýma fátækt á Íslandi þar sem fátækt hér er hvað minnst í heiminum. Meira að segja þeir sem hafa það hvað slakast hér hafa það miklu betra en í þeim löndum sem við miðum okkur við. Ef það á hinsvegar að jafna kjörin þá verður það aldrei hægt 100% í frjálsu samfélagi að gera alla jafna það hefur alltaf misheppnast. Hérlendis er mjög erfitt að finna alvöru fátækt. Það er hinsvegar alltaf hægt að hækka viðmiðunarmörkin - hver sé fátækur og hver ekki. Hvernig sem kjörin verða jöfnuð verður þá alltaf hægt að segja að það sé til fátækt. Það finnst mér eiginlega hræsni. 


mbl.is VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að loknu páskafríi

Hversdagslífið er svo gott. 

Mikið er ég sáttur við að páskafríið er á enda. Dóttir mín var alsæl að fara í leikskólan í morgun (var náttúrulega búin að fá dauðleið á því að hanga heima með mömmu og pabba) og ég er ekki frá því að það hafi bara verið skemmtilegt að rúlla í vinnuna í morgunsárið. Byggingin sem ég er að reisa í Hafnarfjarðarhrauninu er farin að taka á sig einhverja mynd, allavega búið að slá upp fyrir útveggjum og síðan er ég vonandi að byrja á jarðvinnunni fyrir byggingu 2 í þessari viku. Svona mjakast þetta nú allt á endanum eins og gömul en seig skjaldbaka. (var þetta ekki mjög spaklega skrifað?)

Jón Ásgeir og Hannes Smára keyptu sér banka um páskahelgina en ég keypti mér hekkklippur og sláttuorf fyrir garðverkin. Keypti hvorutveggja í Húsasmiðjunni sem er einmitt í eigu þeirra félaga. Ætli fjárfestingin mín í garðverkfærunum hafi ekki verið álíka stór fyrir mig og bankakaupin voru fyrir þá svona hlutfallslega ef miðað er við efnahagsreikning þeirra og mín. Kostaði samtals einhverjar 15 þúsund krónur. Fór að hugsa að maður kemst varla í gegnum vikuna án þess að eiga viðskipti við þá félaga í gegnum bónus, skeljung, 365, hagkaup, 10-11, blómaval, húsasmiðjuna, iceland express, pizza hut, glitnir, BYR, karen millen, egg, vodafone - VÁ!

Ætli það sé nokkuð verra að þeir taki við kaupinu manns en einhver annar - allavega er ljóst að maður lifir ekki á loftinu einu saman.


Til hamingju Ísland! - stjórnin heldur velli, naumt en þó!

Mér sýnist á nýjustu könnun á fylgi flokkana frá því í dag að stjórnin ætti að halda velli. Það er nokkuð ljóst að Halldór Ásgrímsson mælti vel þegar hann sagði kannanafylgi VG vera loftbólu. Fylgið fellur af í könnunum þegar nær dregur kosningadegi og uppúr kjörkössunum kemur alltaf miklu meira af x-bé en kannanir gefa til kynna. Þegar sami tími var til kosninga síðast voru framsóknarmenn með svipað kannanafylgi og nú en þegar dómur kjósenda var upp kveðin var fylgið tvöfalt meira og 12 þingmenn staðreynd. Held að sama verði uppá teningnum núna.

Það væri líka meirháttar glapræði ef íslendingar ætla að hætta öllu því sem hefur verið byggt upp með því að hleypa afturhaldsöflum að völdum. Kæmist td. kaffibandalagið í stjórnarmeirihluta, sem er að vísu mjög langsótt að mínu mati, en nota bene allt getur gerst, þá myndum við sjá fram á tíma "stjórnleysis" þar sem hver höndin væri uppá móti annarri. Enga stefnufestu í efnahagsmálum og fyrirtæki myndu í stórum stíl flýja landið vegna yfirlýsinga VG um verulegar skattpíningar á fyrirtæki og efnameira fólk. Ef skattar á fjármagn og fyrirtæki færu td. uppí 30% myndu allir sem gætu hverfa burt. Skiljanlega.

Vonandi gefa nýjustu tölur til kynna að við getum áfram lifað sæl við óbreytt ástand. Það er að mínu mati gott ástand. En að sjálfsögðu má alltaf gera gott betur og það hafa núverandi stjórnarflokkar viljan til að gera.

Ég er ekki ánægður með borgarstjórnarmeirihlutan í Reykjavík þótt hann sé svo sem ekki verri en sá sem var fyrir, en hvar eru stóru loforðin? Hvar eru lóðirnar sem átti að úthluta til einstaklinga í Úlfarsfelli - áfangi 2. Mér skildist í aðdraganda borgarstjórnarkosningana að bæði framsóknarmenn og sjálfsstæðisflokkur ætluðu að leggja áherslu á aukið lóðaframboð? Nú er komið ár og ekki bólar neitt á lóðunum, úthlutun hefur ekki einu sinni verið auglýst - mér finnst þetta mjög einkennilegt í ljósi þess að hér er hreint ekki neinn landskortur og áfangi 2 í Úlfarsfelli er fyrir löngu síðan kominn inná skipulag. Þótt það sé leiðinlegt að hugsa svona en þá finnst manni líklegast að hér spili inní hagsmunir stórra aðila, aðila sem myndu tapa stórt á því að lóðaframboð myndi aukast. Ætli þar sé ekki skýringin. Furðulegt að þetta sé dregið svona fram úr hófi. Veit sjálfur um fullt af fólki sem myndi vilja byggja en leggur ekki í það vegna þess hve lóðaverð er hátt.  Það átti að koma á móts við þetta fólk en mér sýnist borgin vera að koma til móts við lóðaeigendur og fjárfesta.

Skemmtilegir tímar framundan og nú verður legið í ofáti um páskana, bara gaman. Þarf svo að heyra hvað Vali Frey finnst um þetta. langt síðan ég hef hringt í hann. Bjalla á hann í fyrramálið þegar ég verð búinn að gæða mér á nýmöluðu kenýa kaffi og crossiant með tilheyrandi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband