Á fleygiferð með Grantaranum og 1/2 Subway

Nú er sko alvöru átaK Í gangi. Fór til Grantarans í morgun og hann kann sko að láta mann púla. Maður hressist nú bara við átökin og þegar maður er búinn að sturta sig er maður eins og nýsleginn túskildingur Smile Í fyrsta skipti á ævinni pantaði ég mér svo bara 1/2 subwaybát. Hvað gerir maður ekki fyrir árangurinn í ræktinni. Gullmoli frá Grant: ,,Borða 6 sinnum á dag og lítið í einu".

Ljóskan 

Nú er allt að gerast í pólítíkinni. Jón Baldvin greyið kallar Þorgerði Katrínu ljósku og allt fer á annan endan. Mér finnst það nú ekkert niðrandi að kalla ljóshærðar konur ljóskur.

Slys í miðbænum

Hugmyndir um að endurreisa hornhúsin sem brunnu við Lækjargötu og Austurstræti eru að mínu mati mjög illa ígrundaðar. Hvað fáum við með því? Hverskonar afturhvarf er það og fortíðardýrkun? Hvernig liti td. Kaupmannahöfn út ef menn hefðu endurbyggt borgina í upprunalegri mynd eftir þá stórbruna sem urðu þar á 19. öld? Nútíminn gerir miklu meiri og aðrar kröfur um nýtingu lóða og húsakost. Húsin sem brunnu geymdu vissulega mikla sögu en endurbygging verður aldrei það sama og upprunalegu húsin. Það er hræsni að ætla að byggja húsin í upprunalegri mynd. Þau voru fyrir bruna allt annað en augnayndi. Hugsum um framtíðina og byggjum falleg hús sem uppfylla kröfur samtímans og framtíðarinnar. Það er allavega mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Hvundagshetjan

Frábært að það gangi svona hjá þér og Grantaranum.

Mér finnst hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar um að reisa 60 hæða stórhýsi í stað þessara kofa stórkostleg.  Af hverju hefur enginn tekið undir þær?  Við eigum að hugsa stór og byggja uppávið ekki alltaf lágrétt.

Hvundagshetjan, 24.4.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband