Það má alveg taka mark á Michelin

Ég hef nú ekki borðað á Noma en ég hef borðað á mörgum stöðum með Michelin stjörnur. Það klikkar ekki að fara eftir Michelin. Staðirnir sem þeir mæla með eru allir magnaðir. Fór td. til Prag fyrir ári og borðaði bara á stöðum sem mælt var með á netsíðunni hjá Michelin og hvílík veisla! Það má síðan notast við meðmæli og stjörnugjöf Michelin í öllum helstu löndum evrópu hið minnsta. Allavega hef ég notfært mér þetta m.a. í dublin, london, parís, barcelona og víðar.  

Hef lengi velt því fyrir mér afhverju þeir hjá Michelin gefa íslenskum stöðum ekki stjörnugjöf? Nú eigum við þónokkura staði eins og La Primavera, Holtið, Grillið, Sjávarkjallarann, Hótel Búðir, VOX og Þrjá frakka sem hæglega ættu erindi inná lista Michelin.

Spurning um að senda þeim mail?


mbl.is Noma talið 15. besta veitingahús heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Eitt sinn fór ég í nokkurra vikna ferð um Ítalíu með þáverandi kærustu minni, sem var frá Napólí. Við snæddum á Il Gambero Rosso, sem er hátt á þessum lista, en hann var samt langt frá því að vera besti staðurinn. Besti staðurinn sem við borðuðum á í ferðinni er  hins  vegar ekki með neina stjörnu hjá Michelin, en er áreiðanlega  besti staðurinn sem ég hef etið á. Hann heitir La Tenda Rossa og er í smábænum Cerbaia sem er við gamla þjóðveginn miðja vegu milli Siena og Flórens.

Elías Halldór Ágústsson, 25.4.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband