Færsluflokkur: Bloggar

Feimnismál að vera framsóknarmaður

Frétt af mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni

Guðni Ágústsson kemst vel að orði, eins og venjulega, ég meina hvers á framsóknarflokkurinn að gjalda. Tveir flokkar hafa setið við stjórn og annar fær allt hrósið og hinn skammirnar. Síðbúin uppskera verður þó betri en engin og ég er viss um að Guðni fær sinn skammt af hrósinu í kjörklefunum. Kannski það sé bara feimnismál að segjast vera framsóknarmaður - allavega er ég aldrei framsóknarmaður nema í kjörklefanum.


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað - kemur engum á óvart

Skrýtið að 100% þátttakenda í könnunni svari spurningunni ekki á þann veg að hagur þeirra hafi batnað. Hér eru þá örugglega 42% þátttakenda kjósendur stjórnarandstöðunnar. Hver sem vill getur séð það og mælt á eigin buddu að hagur þjóðarinnar hefur batnað stórkostlega. Horfum líka til vinstristjórnarárana 1988-1991 þegar útgjöld fjölskyldna vegna matarkaupa námu kannski 30-40% af tekjum. Hvað er þetta hlutfall í dag, kannski 15%?
mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gerist bara í USA - eða hvað?

Þjóðfélagið þarf að vera ansi steikt til þess að ala upp geðsjúklinga eins og Cho Seung-hui. Kannski uppeldisáhrif amerískrarsjónvarpsmenningar geti haft þessi áhrif víðar? Maður spyr sig í ljósi þess að við íslendingar lifum á amerískum sápum og sakamálaþáttum. Held að það séu allavega 10 þættir sem sýndir eru vikulega á sjónvarpsstöðunum sem ganga út á morð og ofbeldi. Hvað kennir þetta okkur? börnin okkar og yngri kynslóðirnar eru alin upp við ótæmandi framboð af amerísku ofbeldisefni. Þetta er kannski ekkert sniðugt. Kannski við fáum að kynnast svona uppákomu af eigin raun innan einhverra ára, hver veit?
mbl.is Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt að koma

Er nokkuð viss að framsókn blómstrar á réttum degi og þá reddast allt fyrir horn Smile   ...og góðærið heldur áfram!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki nær að einbeita sér að blaðinu í danmörk

Mér skilst að það gangi nú ekkert of vel í fríblaðaútgáfu íslendinga í danaveldi. Var í köben fyrir nokkurum mánuðum og það kannaðist ekki kjaftur sem ég spurði við blaðið frá dagbrún þarlendis. Komst yfir eintak og fannst það æði þunnt auglýsingalega og þar af leiðandi tekjulega séð. En kannski menn geti brennt fé endalaust. Þetta lúkkar allavega kúl. Til hamingju með það Dagsbrun Media, vona þetta gangi betur hjá þeim en prentsmiðjan í bretlandi. Það sýndi nú að ekki eru allar fjárfestingar íslendinga í útlöndum til fjár.
mbl.is Dagsbrun Media gefur út fríblað í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRANT, Arnar GRANT...

...langflottastur! 

Í fyrramálið á ég að mæta kl. 9 hjá mínum elskulega einkaþjálfara Arnari Grant. Mikið verður gaman að hnykla með honum vöðvana eða allavega reyna að finna vöðvana. Maður er nefnilega ekki búinn að mæta í ræktina í tæpt ár eða frá því ég var í átaki með Grantaranum í morgunsjónvarpinu. Þetta er náttúrulega ekki hægt.

Mér finnst mjög gaman að vera í átaki en mikið er ég svangur. Það er einmitt þegar ég er svangur sem ég á það til að falla í átökunum (hef nefnilega farið í þau mörg og hef í rauninni verið í megrun í mörg ár). En núna verður þetta öðruvísi er kominn með allskonar trix. Keypti þessar líka ágætu soyjabaunir sem bragðast næstum því eins og salthnetur. Svo er bara að dúndra í sig vatninu reglulega og einum og einum ávexti þá eru minni líkur á að maður falli.

Nú verður maður bara Grant á því næstu mánuði og tekur ræktina með trompi. Þarf nefnilega að passa í smókingin í Ágúst. Nú á nefnilega að fara að gifta sig eins og allir hinir. 


Má ekki vera tabú

Það er eins og það eitt að ræða innflytjendamál sé eitthvað ljótt í augum margra íslendinga - svona tabú. En við megum ekki láta umburðarlyndið og alheimsborgarahyggjunna koma okkur í klípu. Það er ekki skrýtið þótt meirihluti þjóðarinnar sé á því að það þurfi að herða reglur um það hver kemur til landsins og afhverju. Það þarf að ræða mál sem gætu orðið að miklu vandamáli eins og dæmin sanna í mörgum löndum. Það er nefnilega aldrei of varlega farið. Persónulega er ég mjög ánægður með þann fjölda útlendinga sem hefur flutt til landsins til lengri eða skemmri tíma. Þetta setur fjölþjóðlegan og skemmtilegan svip á þjóðlífið en skemmtilegheitin geta breyst í andhverfu sína verði fjöldin of mikill eða þegar harðnar á dalnum í þjóarbúskapnum. Setjum frekar hertari reglur og takmörkun á fjölda svo ekki þurfi að koma til eftirsjár síðar.
mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðar fréttir

Þetta eru jákvæðar fréttir svona í aðdraganda kosninga. Ætli við getum þá ekki búist við enn meira gengisfalli? Vonandi. Nú þarf framsóknarflokkurinn bara að setja í fluggírinn svo þessi ríkisstjórn geti haldið áfram. Heyri það á fólki að þegar kemur að því að taka ákvörðun þá horfir það til þess að lífskjör hafa aldrei verið jafn góð á íslandi. Þessu vill fólk ekki fórna þegar allt kemur til alls og því kemur núverandi stjórn til með að halda velli. Sjálfsstæðisflokkurinn er kominn með byr í seglin og framsóknarflokkurinn fer að hefja sig til flugs, kæmi mér ekki á óvart þótt hann fengi 15-18% í kosningunum. Annað eins hefur nú gerst.
mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin vill ekki þennan "jafnaðarmannaflokk"

Mér finnst orðið nokkuð ljóst að fólk vill ekki þennan stefnulausa samsoðning sem samfylkingin er. Held að innan við 20% fylgi eða jafnvel minna verði niðurstaðan í maí. Ingibjörgu hlýtur að finnast það mjög sárt að sjá VG orðna stærri í baráttunni um vinstrafólkið og óánægða.  Þessi fullmótaði jafnaðarmannaflokkur hefur að mínu mati minnst flugið nú þegar.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingapólítík

Ég er nú á því að Ingibjörg skemmi mikið fyrir SF með háværum yfirlýsingum. Þótt Össur hafi nú verið mjög umdeildur pólítíkus þá er Ingibjörg Sólrún búin að skapa sér svo mikla andstöðu meðal fólks (skv. könnunum) með innistæðulausum yfirlýsingum að um hana verður aldrei sátt. Það væri betra fyrir hana að láta minna á sér bera. Kannski myndi fylgið þá aukast?
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband