Hin ljúfa og fallega Berlín

Var í Berlín alla síðustu viku og heillaðist af þessari höfuðborg Þýskalands. Þarna var létt yfir fólki og borgin kom mér mikið á óvart. Bjóst við einhverju þyngra. En hér blasti við mér björt og hrein og virkilega falleg borg, úrval veitingastaða og fjörugt næturlíf, nóg af menningu s.s. tónlistarviðburðum, málverkasýningum og söfnum. Nautasteikur á Escada rétt við Alexanderplatz voru geðveikt góðar, borðaði sjálfur þar nauta ribeye og félagar mínir file. Steikur voru bornar fram með bakaðri og sýrðum, hvítlauksbrauði og einhverri óvanalegri útgáfu af berniesesósu sem bragðaðist samt furðuvel, held að hún hafi jafnvel verið hollari en þessi hefðbundna, höfum það allavega þannig Grin 

Var þarna í þeim erindagjörðum að kaupa ásamt viðskiptafélaga mínum 2 fjölbýlishús sem eru í útleigu næstu árin. Nú þykir nefnilega nokkuð rökrétt að fjárfesta í lágt metnum fasteignamarkaði borgarinnar sem mun rjúka upp þá og þegar að mati margra mætra manna. Nú bíðum við spenntir og sjáum hvað gerist. Allavega tek ég orð Kennedys í munn og segi "Ich bin ein Berliner".

Kom heim frá Berlín aðafaranótt laugardags og mætti í ræktina í fyrsta skipti í heila viku í dag, sunnudag. Tók vel á því að hætti Arnars Grant. Ætla svo að vera megaharður í "ræktununni" eins og amma kallar það að mæta í ræktina. Nú á að taka það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er að fara til Berlín á morgun. Hlakka til að sjá borgina í fyrsta skipti. Ég ætla að  vera mest í skemmtilegu hverfunum sem eru í austrinu og búa í  Prenzlauer Berg

og ef tími er til þá ætla ég líka að kynna mér fasteignamarkaðinn þar sem er eing og þú segir mjög spennandi núna. Það er nú ekki vegna þess að ég ætla að kaupa fjölbýlishús eins og þú heldur vegna þess að ég hef sérstakt tómstundamál sem er að pæla í fasteignaverði og fasteignamarkaði  í öllum borgum sem ég kem til. Það segir heilmikið um ástandið. Fasteignaverð er að mér skilst einkennilega lágt í Þýskalandi og náttúrulega sérstaklega í Berlín. Það væri gaman að ef þú nenntir að miðla einhverjum upplýsingum um fasteignamarkaðinn þarna. Þú hefur örugglega pælt heilmikið í þessu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.5.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband